föstudagur, nóvember 5

tannburstar

hvenær urðu tannburstar jafngildir trúlofunarhringjum?

Tannbursta málið hófst í sumar og var afgreitt í sumar en í dag var tekin upp þráðurinn.... vinur minn er búin að vera með stelpu í tvo mánuði og er svakalega ástfanginn, sem er bara gott. Hann gistir þar , í íbúðinni hennar, næstum öll kvöld og segir sjálfur að hann sé alveg fallinn og lífið er æðislegt, allavega. Í gær þegar hann kom "heim" rétti hún honum tannbursta og sagði að þetta væri hans til að hafa í íbúðinni hennar...hvað gerði minn maður? Hann missti sig, gersamlega. Hann tók ræðuna á greyið stelpuna um að þetta væri nú kannski fullmikil skuldbinding og þau væru nú ekki alveg komin á þennan "stað", greyið stelpan vildi bara kyssa mann með hreinar tennur og ferskan andardrátt.... en nei, það að eiga tannbursta er orðið flókið, það táknar eitthvað....

Í kvöld horfði ég á Scrubs, snilldarþátt um lækna, og í kvöld var kærasta eins gaursins að fara að gista heima hjá honum í einhvern tíma sem í sjálfu sér var ekkert mál nema hvað.... læknakallarnir fara allir að tala um tannburstann hennar. Um leið og tannburstinn er kominn í glasið með þínum ertu giftur maður í sambúð og nú verður ekki aftur snúið, áður en þú veist af finnuru túrtappa í jakkanum þínum......
Þátturinn endaði þannig að Tara Reid (nákvæmlega, heavy gella) flutti inn og var að tannbursta sig og segir að "þetta leggist bara vel í hana" og þá er gaurinn sýndur í fósturstellingunni ríghaldandi í púða..... sémsagt ekki nógu hress með þetta en meikaði ekki að segja neitt...

Fékk mig allt saman til að pæla, eru tannburstar virkilega tákn um eitthvað? Þegar ég spurðist fyrir um þetta í sumar í mjög óformlegri könnun fannst ÖLLUM strákum og stelpum tannbursti samgilda: "hæ, ég er svoldið mikið hrifinn af þér og ég hafði hugsað mér að venja komu mína hingað....do jú accept this toothbrush?....." ALLIR nema einn voru þessar skoðunar. EINN strákur.
Hann var bara á máli almennrar tannhirðu og hreinlætis.

hvað finnst fólki um þetta mál?

Sko í mínum bókum var tannbursti=viltu byrja með mér en það breyttist í sumar þegar 3 tannburstinn bættist inn á heimilið og þá algerlega tók ég upp strákaröksemdarspandexlæknahanskann að hér væri einfaldlega um praktík og tannhirðu að ræða, hver vill ekki vera með hreinar tennur og ferskur þegar hann fer að sofa og vaknar?

en ég man samt eftir tannburstapakkanum með exinu...þá var ég glöð að eiga tannbursta heima hjá honum og það sýndi klárlega að við sko værum par...hver sem kæmi í heimsókn myndi spyrja um auka tannburstann inni á baði (allir þurfa að fara á klóið á einhverjum tímapunkti í heimsókn og væntanlega þvo sér um hendurnar...) og hann sagði að kærastan hans ætti hann.... stelpurnar dönsuðu striðsdans ástar og gleði fyrir mína hönd, komin með hlut inn á hans svæði áður en hann vissi af var ég komin með hillu í skápnum....(á fræðimáli kallast þetta foot-in-the-door tæknin -sálfræðiíska-)

er búið að breyta þessu eða er ég bara að misskilja?
hvað er með tannburstann?

pæling gott fólk

í tannburstaglasinu mínu er 2 og 1/2 tannbursti ;)

tannálfurinn

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst nauðsynlegt að bursta allavegana á morgnanna svo að maður sé bjóðandi öðru fólki. Í fyrstu er maður með tannburstann í töskunni en þegar maður er farinn að gista reglulega hver er þá tilgangurinn að vera alltaf að troða honum aftur í töskuna. Það er ekki eins og maður sé að skilja eftir dömubindapakka inná karlaklósetti. Manni langar bara í góðan daginn koss.
KJ

Nafnlaus sagði...

'Eg er verð að segja er sammlá stelpu rökfærsluni ... hver vill kyssa stinky breth á morgnana.
Kv 'Olína

eks sagði...

hey við vitum flest að bakvið flesta hluti liggur eitthvað meira, hvað þá þegar það kemur að samskiptum kynjana.... Tannburti sem ekki er inn á sínu eiginn heimili þýðir örugglega eitthvað meira heldur en bara löngun á ferskum andadrætti, Ef það þýðir ekkert meira afhverju þá að hafa fyrir veseninu og geyma ekki bara tyggjó í rassvasanum!!!!!!! Þetta er allt um það að merkja sér svæði segi ég ;)